Guðmundur Felix Grétarsson birti í gær færslu af sér á Facebook þar sem hann situr undir stýri á bifreið. Er myndin merkt með orðinu „Practice“ og með myllumerkinu #notactuallydrivingwithmyarm.

Eins og frægt er varð Guðmundur Felix í janúar fyrsta manneskjan í heimi sem fékk grædda á sig nýja handleggi en hann missti báða handleggina í slysi árið 1998. Af myndinni að dæma gerir Guðmundur sér nú vonir um að handleggirnir muni duga honum til þess að hann geti ekið eins og ljón, eða að minnsta kosti farið á einstaka rúnta, einhvern tímann í náinni framtíð.