Guð­mundur Felix Grétars­son er nú í stífu endur­hæfingar­ferli eftir að græddir voru á hann tveir hand­leggir fyrir tæp­lega þremur mánuðum síðan en hann út­skrifaðist endan­lega af spítala þann 5. apríl síðast­liðinn.

Hann fær nú að fara heim til sín á hverjum degi að endur­hæfingu lokinni en ó­hætt er að segja að það sé ekki margt við spítala­lífið sem Guð­mundur mun koma til með að sakna. Eitt er fyrir víst, hann mun ekki sakna matarins á spítalanum.

„Fyrst að ég þarf ekki að borða spítala­mat get ég byrjað aftur á ketó matar­æðinu,“ skrifar Guð­mundur í nýjustu færslu sinni á Face­book og birtir með mynd af heima­gerðu gra­nóla sem eigin­kona hans, Sylwia, hafði búið til.

Hægt er að fylgjast með dag­legu lífi Guð­mundar og endurhæfingarferli hans á Face­book og Insta­gram.

Now that I don’t have to eat hospital food I can #restart my #ketodiet 🤩💪. My beautiful #wife @sylwia_gretarsson just made my favorite #keto granola. #homemade #diet #healthyfood #creamy

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Laugardagur, 10. apríl 2021