Guðmundur Felix Grétarsson birti myndskeið af sér á Instagram í gær þar sem hann hélt á síma í fyrsta skipti.

„Komiði sæl, ég hef ekki mikið að segja en mig langaði að deila sérstöku augnabliki í lífi mínu þar sem ég held á farsíma í fyrsta skipti á ævinni. Ég held á honum með hægri hendi og þetta er örlítið skrítið. Ég hefði mögulega getað gert það fyrr en þetta er í fyrsta skipti sem ég prófa. Svo er spurning hvernig ég stöðva upptökuna,“ segir Guðmundur Felix og hlær.

„Ég veit ekkert hvernig ég fer út þessu, ég er næstum því fimmtugur og er að halda á farsíma í fyrsta sinn, þá ekki meðtöldum gömlu farsímunum á tíunda áratugnum sem líktust ferðatöskum,“ segir hann

Guðmundur nefnir að hann verði líklega einhvern tímann jafn háður farsímanum sínum líkt og allir aðrir.

Í lokin spyr hann áhorfendur, þar sem upptakan var í beinni, hvort einhver gæti sagt honum hvernig hann slekkur á henni.