Guð­mundur Felix Grétars­son er nú á bata­leið eftir að læknar í Lyon í Frakk­landi græddu á hann tvo hand­leggi en hann hefur undan­farnar vikur leyft al­menningi að fylgjast með ferlinu á sam­fé­lags­miðlum.

„Og síðan kom fyrsta „fimman,“ bara því ég get það,“ segir Guð­mundur í nýjustu færslunni á Face­book síðu sinni þar sem hann sést gefa eigin­konu sinni, Sylwiu Grétars­son Nowa­kowska, fimmu, eða „high-five.“

Guð­mundur er enn á spítalanum í Lyon en hann greindi frá því fyrr í mánuðinum að hann muni vonandi út­skrifast í byrjun mars. Eftir það mun strangt endur­hæfingar­ferli taka við en allt lítur nú vel út hjá kappanum.

And then the was the first “high-five” , just because I can 💪😎👌😀 #becauseican #armtransplant #transplant #springiscoming #happydays

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Fimmtudagur, 25. febrúar 2021