Í gær hélt Guðni Th. Jóhannes­son for­seti kvöld­verðar­boð til heiðurs Guð­mundi Felix Grétars­syni og eigin­konu hans Sylwiu Grétars­son. Þangað bauð for­setinn ættingum og ást­vinum Guð­mundar Felix sem gekkst undir fyrstu handa­á­græðslu sögunnar í byrjun árs.

Guðni, Guð­mundur Felix og Sylwia.
Mynd/Facebook

Hann tók sig svo til og gaf Guðna „high five“.

Í færslu á Face­book segir Guð­mundur Felix að þetta hafi verið mikill heiður og hann væri for­setanum afar þakk­látur.