Í gær hélt Guðni Th. Jóhannesson forseti kvöldverðarboð til heiðurs Guðmundi Felix Grétarssyni og eiginkonu hans Sylwiu Grétarsson. Þangað bauð forsetinn ættingum og ástvinum Guðmundar Felix sem gekkst undir fyrstu handaágræðslu sögunnar í byrjun árs.

Guðni, Guðmundur Felix og Sylwia.
Mynd/Facebook
Hann tók sig svo til og gaf Guðna „high five“.
Í færslu á Facebook segir Guðmundur Felix að þetta hafi verið mikill heiður og hann væri forsetanum afar þakklátur.