Guð­mundur Felix Grétars­son er staddur hér á landi til að hitta fjöl­skyldu sína í fyrsta sinn í mörg ár. Hann fékk í janúar á þessu ári grædda á sig nýja hand­leggi en ítar­lega hefur verið greint frá því ferli í fjöl­miðlum.

Guð­mundur Felix hefur nýtt heim­sóknina til hins ítrasta og hitti í gær for­seta Ís­lands og eigin­konu hans, Elizu Reid. For­setinn nýtti tæki­færið og gaf Guð­mundi Felix fimmu.

„Í byrjun þessa árs gekkst Guð­mundur Felix Grétars­son fyrstur manna í sögunni undir tvö­falda hand­leggja­á­greiðslu­að­gerð. Í gær gaf hann mér fimmu á Bessa­stöðum. Eins og aðrir lands­menn hef ég fylgst með Guð­mundi Felix allt frá því hann missti hand­leggina fyrir rúm­lega 20 árum. Leiðin hefur verið löng og ströng, og er hvergi nærri lokið, en þeim mun gleði­legra að fá að fagna þessum mikla á­fanga með honum og fólkinu hans heima á Ís­landi. Saga hans getur sannar­lega verið okkur öllum inn­blástur um þraut­seigju og æðru­leysi,“ segir Guðni.

Guð­mundur Felix fór svo í dag og hitti nem­endur við sjúkra­þjálfun í Há­skóla Ís­lands þar sem hann ræddi um endur­hæfingu sína eftir hand­leggja­á­græðsluna og sýndi nem­endum mynd­band þar sem farið var yfir þær að­ferðir í sjúkra­þjálfun sem beitt hefur verið eftir að­gerðina.