Guð­mundur Felix Grétars­son hefur nú fengið hluta fjöl­skyldu sinnar í heim­sókn þar sem hann býr í Frakk­landi en hann birtir hjart­næmar myndir á Face­book síðu.

Er þetta í fyrsta sinn sem hann hittir dóttur sína og barna­börn frá því að græddir voru á hann hand­leggir í upphafi árs en hann hafði beðið eftir nýjum handleggjum í rúma tvo áratugi.

Á fyrstu myndinni sést Guð­mundur faðma 24 ára dóttur sína en hann hefur ekki getað gert það frá því að hún var þriggja mánaða þar sem hann missti báðar hendurnar í vinnu­slysi árið 1998.

Einnig birtir hann mynd af fimm ára barna­barni sínu sem hann hefur aldrei náð að faðma með sínum eigin höndum. Þar að auki hefur hann nú hitt eins árs barna­barn sitt sem hann hefur aldrei hitt.

Endur­hæfingar­ferli Guð­mundar virðist ganga mjög vel en þann 14. janúar síðast­liðinn gekkst hann undir 14 tíma að­gerð þar sem tugir lækna unnu að því að græða á hann tvo hand­leggi.