Guð­mundur Felix Grétars­son fékk í dag að fara heim af spítalanum í Lyon en í mynd­bandi sem hann birtir á Insta­gram síðu sinni greinir hann frá því að hann hafi fengið leyfi til að fara heim í einn dag.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég kemst út af spítalanum og ég get farið heim og ég get hitt hundana mína, eytt smá tíma með eigin­konu minni og for­eldrum mínum, ég ætla að borða eðli­legan mat, ekki spítala­mat, og ég ætla í klippingu, loksins næ ég að fara í klippingu. Þetta er góður dagur,“ segir Guð­mundur.

Tveir mánuðir eru síðan græddir voru tveir hand­leggir á Guð­mund og virðist allt ganga mjög vel en í mynd­bandinu sést Guð­mundur meira að segja keyra bíl. Guð­mundur segir það frá­bært að vera til­búinn að fara af spítalanum og ef dagurinn í dag verður góður þá muni hann geta farið oftar heim.

„Jafn­vel þó ég verði í endur­hæfingu næstu þrjú ár, þá þýðir það ekki að ég þurfi alltaf að vera á spítalanum. Ég verð þar að­eins lengur en þetta er mjög gott fyrsta skref, og vá hvað þetta er góð til­finning,“ segir Guð­mundur enn fremur.