Guðmundur Felix Grétarsson birti í dag myndband á Instagram síðu sinni þar sem hann fer yfir síðastliðna mánuði og þær framfarir sem hann hefur náð.

Í myndbandinu má sjá yfirferð yfir þá fjöldamörgu áfanga sem hann hefur náð síðan hann gekkst undir aðgerðina sem veitti honum nýjar hendur og veitir það góða innsýn í þær miklu breytingar sem orðið hafa á hans daglega lífi.

Guðmundur sést meðal annars háþrýstiþvo bakgarðinn heima hjá sér og stunda líkamsrækt með höndunum sem verður að teljast ótrúlegur árangur.

Myndbandið setti hann saman að beiðni læknateymisins sem séð hefur um eftirfylgni með aðgerðinni og er ætlað til notkunar á ráðstefnu þar sem mál Guðmundar verður kynnt.