Guð­mundur Felix Grétars­son er nú loks kominn í frí eftir að hafa dvalið sex mánuði á spítalanum eftir hand­á­græðslu­að­gerð sem hann fór í janúar á þessu ári.

„Hug­myndin er að ég noti hendurnar eins mikið og ég get til að örva taugarnar til að vaxa inn í fingurna,“ segir Guð­mundur Felix í skemmti­legu mynd­skeiði sem hann deildi á sam­fé­lags­miðlum sínum fyrr í dag en þar sést hann, á­samt eigin­konu sinni Sylwiu, á ströndinni og hann notar hendurnar til að bera á hana sólar­vörn.

„Þær eru ekki alveg til­gangs­lausar og ég myndi ekki gera þetta með króknum,“ segir hann í gríni að lokum.

Mynd­bandið er hægt að sjá hér að neðan í heild sinni.

Aðgerðin í Lyon

Guð­mundur Felix Guð­­mundur Felix missti báða hand­­leggi í vinnu­­slysi árið 1998. Hand­á­græðslan var ein­stök að­gerð og hafði aldrei verið fram­kvæmd áður. Alls tóku um 50 læknar og hjúkrunar­­fræðingar þátt í henni

Guð­mundur Felix flutti til Frakk­lands árið 2013 og beið þess í átta ár að fá græddar á sig nýjar hendur. Móðir hans hefur dvalið þar með honum síðustu ár en þar kynntist hann eigin­konu sinni, Sylwiu Gret­ars­­son Nowa­kowska.

Guð­mundur Felix hefur frá að­gerðinni birt mörg skemmti­leg mynd­bönd þar sem hann fagnar hinum ýmsu á­föngum sem hann hefur náð frá því að að­gerðin var fram­kvæmd.