Guð­laugur Þór Þórðar­son, um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, ökkla­brotnaði í morgun. „Slysið var klaufa­legt, eins og flest slys. Var að hlaupa á milli funda, stytti mér leið og skrikaði fótur,“ sagði Guð­laugur Þór í Face­book-færslu.

„Eru ekki táslu­myndir í tísku?“ spurði Guð­laugur Þór sem segist vera kominn í gips en bíður eftir því að komast í að­gerð, „því þetta er ekki gott.“

„Starfs­fólk Land­spítalans fór af­skap­lega vel með mig eins og þeirra var von og vísa og Ágústa tók vel á móti mér. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“

Hann segir frá því að dag­skrá hans muni riðlast til og hann biðst vel­virðingar á þessu.

Hundur hans, Máni, virðist miður sín yfir slysinu. „Máni hefur á­hyggjur af morgun­göngu­túrunum en því verður bjargað,“ segir Guð­laugur Þór.