Utan­ríkis­ráð­herra Ís­land, Guð­laugur Þór Þórðar­son, varð fyrir því ó­láni í dag að ganga á eigin vinnu­bíl. Hann til­kynnti um ó­happið á Face­book rétt í þessu.

Hann segir í sam­tali við Frétta­blaðið að þetta sé nú ekkert til að hafa á­hyggjur af en það blæddi nú engu að síður úr nefinu á honum. „Ég verð seint talinn verk­laginn maður. Þannig alltaf þegar ég e að bar­dúsa má gera ráð fyrir ein­hverju þessu líku. Það blæddi svo­lítið úr þessu þannig Ágústa [John­son] þurfti að­eins að pússla þessu saman,“ segir Guð­laugur léttur á brún.

„Ég var að skoða gamalt kort sem ég fann af krökkunum frá árinu 2015 og gekk svo á hornið á pallinum,“ segir hann enn fremur. Hann segist hafa fengið skurð á nefið en það sé hins vegar ekki brotið.

Með Guð­laugi í för var hundurinn hans Máni en að sögn Guð­laugs er hann ekki hrifinn af bíl­ferðum. „Það er al­menn regla með Mána að hann vill ekki fara í bíl. Þannig ég fæ alltaf á­gæta hreyfingu úr því að halda á vini mínum í bílinn,“ segir Guð­laugur

Gekk á bíl og hélt á Mána inn í bíl. 😐

Posted by Guðlaugur Þór Þórðarson on Tuesday, July 14, 2020