Guðjón Valur Sigurðsson, einn ástsælasti íþróttamaður þjóðarinnar, er að verða afi. Dóttir hans Ína Guðjónsdóttir greindi frá því á dögunum að hún og Ari Friðfinnsson ættu von á barni.

„Lítil baun á leiðinni með okkur heim frá Barcelona,“ skrifaði Ína í færslu á Instagram og birti mynd af sónarmynd og barnafötum. Guðjón Valur setti hjarta við færsluna.

Líkt og alþjóð veit var Guðjón Valur fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og spilaði með því til fjölda ára, og þykir óneitanlega einn besti handknattleikskappi í sögu þjóðarinnar. Hann var til að mynda hluti af liði Íslands sem vann til silfurverðlauna á Ólympíleikunum í Peking 2008.

Hann átti jafnframt farsælan atvinnumannaferill, en eftir að hann lagði skóna á hilluna árið 2020 hefur hann lagt stund á þjálfun.