Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Davíð Þór Björgvinsson hafa opinberað samband sitt. Þau skráðu sig í samband á Facebook núna í kvöld. Í samtali við Fréttablaðið segir Guðfinna Jóhanna að parið hafi verið saman í hálft ár þegar þau tóku þá ákvörðun að skrá sig í samband á samfélagsmiðlinum.

Guðfinna er lögmaður en hún komst fyrst í kastljós fjölmiðla þegar hún tók sæti á lista Framsókn og flugvallarvina. Eftir kosningar tók hún sæti í borgarstjórn.

Davíð Þór Björgvinsson er hæstaréttardómari, prófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Þá er hann dómari við Landsrétt. Aðspurð hvernig þau hafi kynnst svarar Guðfinna Jóhanna:

„Ég féll fyrir honum þegar hann spilaði fyrir mig á gítar og söng Bítlalagið: I will.“ Lagið hefst á línunum: Hver veit hve lengi ég hef elskað þig? Guðfinna segir að lokum:

„Lífið er dásamlegt!“