Flest okkur þekkjum við það vel að vera stundum í tíma­skorti þegar kemur að elda­mennskunni og samt langar okkur í eitt­hvað ó­mót­stæði­lega ljúffengt sem kitlar bragð­laukana. Verslunin Bónus er komin með fjöl­breytt úr­val af til­búnum réttum og meðal annars glæsi­lega og fjöl­breytta súpu­línu. „Þegar við þurfum eitt­hvað fljót­legt og þægi­legt sem hægt er að fram­reiða á skömmum tíma á girni­legan máta til til­valið að kippa pakka úr súpu­línu Bónus. Ég prófaði humar­súpuna á dögunum í þættinum mínum Matur og Heimili og hún var al­gjört lost­æti, þessa munu allir sæl­kera elska.“

Hægt er að gera humar­súpuna að sinni með því að blanda í hana sínu upp­á­halds sjávar­fangi og bera hana fram á að­laðandi máta. „Ég bætti við humar­súpuna mínu upp­á­halds sjávar­fangi, skel­flettum humri frá Norðan­fiski sem ég létt­steikti á pönnu áður enn hann var fram­reiddur með súpunni.“ Í súpuna er líka hægt að setja rækjur eða annað sjávar­fang, hver og einn getur valið sitt upp­á­halds og gert súpuna að sinni. „Einnig út­bjó ég súpuna með risa­rækjum, fersku chili og hvít­lauk með góðri út­komu.“

Hægt er að fylgjast með Sjöfn Þórðar fram­reiða súpuna með sjávar­fanginu hér Matur & Heimili:

Hægt er að vera með humar­súpuna sem aðal­rétt og einnig sem sæl­ker­a­for­rétt, ó­mót­stæði­leg ljúffeng humar­súpa hittir á­vallt í mark.

Sæl­kera humar­súpa með skel­flettum humri

Fyrir 3-4

1 kg Humar­súpa frá Bónus, til­búin til upp­hitunar

300-400 g skel­flettur humar frá Norðan­fiski, af­þýðið fyrir eldun

1 búnt fersk stein­selja, söxuð

2-3 litlir hvít­laukar saxaðir

Ís­lenskt smjör til steikingar

1 peli rjómi, þeyttur

Byrjið á því að setja súpuna í pott og hitið við miðlungs hita. Þerrið humarinn fyrir steikingu. Hitið smjör á pönnu á miðlungs hita, saxið hvít­laukinn og 1/3 af stein­selju­búntinum og steikið síðan á pönnunni upp úr smjörinu. Þegar hvít­laukurinn er orðinn mjúkur er vert að bæta við humrinum og létt steikja upp úr smjör­blöndunni með hvít­lauknum og stein­seljunni. Þegar súpan hefur náð góðum hita og humarinn er til­búinn til fram­reiðslu er humrinum skipt á milli í 3 til 4 skálar, vel hægt að miða við 100 g á mann af humri, síðan er súpunni ausið yfir og súpan toppuð með slettu af þeyttum rjóma og skreytt með ferskri stein­selju sem eftir er í búntinu. Berið fram á fal­legan máta og upp­lagt að vera með volgar súr­deigs­brauð­bollur með.

Sæl­kera humar­súpa með risa­rækjum og chili

Fyrir 3-4

1 kg Humar­súpa frá Bónus, til­búin til upp­hitunar

300-400 g risa­rækjur, af­þíðið fyrir eldun

1-2 stk. rautt chili saxað

2-3 litlir hvít­laukar saxaðir

Ó­lífu­olía til steikingar

Byrjið á því að setja súpuna í pott og hitið við miðlungs hita. Þerrið risa­rækjurnar fyrir steikingu. Hitið ó­lífu­olíu á pönnu á miðlungs hita, saxið chili og hvít­lauk og steikið síðan á pönnunni upp úr olíunni. Þegar hvít­laukurinn er orðinn mjúkur er vert að bæta við risa­rækjunum við og létt steikja upp úr blöndunni með hvít­lauknum og chilinu. Þegar súpan hefur náð góðum hita og risa­rækjurnar er til­búnar til fram­reiðslu er risa­rækjunum skipt á milli í 3 til 4 skálar, vel hægt að miða við 50 til 100 g á mann af risa­rækjum síðan er súpunni ausið yfir og súpan toppuð og skreytt með fersku chili og jafn­vel stein­selju ef þið eigið hana til. Berið fram á fal­legan máta og upp­lagt að vera með volgar súr­deigs­brauð­bollur með.

Mynd/Valli