Guðbjörg Glóð er mikill sælkeri og kann að gera vel við sig og son sinn þrátt fyrir að þau séu með sinn hvorn matarsmekkinn. „Ég er ekki mikið fyrir að gera matseðla fyrir vikuna en kaupi oftast í 2-3 máltíðir í einu og held mig nokkurn veginn við það plan en þar sem við mæðginin erum bara tvö í heimili þarf ekki mikið til að ákvarðanir breytist. Að elda fyrir tvo með ólíkan matarsmekk hefur oft reynst mér þraut en þar sem ég á og rek Fylgifiska þá er það kannski minna mál fyrir mig en marga sem eru í sömu stöðu því þar get ég valið einn rétt fyrir mig og annan fyrir hann,“ segir Guðbjörg Glóð.

Uppáhalds maturinn oftast flókinn í bragði

„Minn uppáhalds matur er oftast flókinn í bragði meðan sonur minn kýs einfalt bragð. En það eru nokkrir réttir sem við erum bæði hrifin af og það eru helst réttir sem við getum stjórnað sjálf við matarborðið eins og hamborgarar eða taco svo dæmi séu tekin. Mér finnst mjög gaman að því að elda og skemmtilegast finnst mér að elda fyrir þá sem finnst gaman að borða og finnst matur góður, eflaust ekkert ósvipað og fyrir leikara á sviði, ef salurinn er góður batar frammistaðan.“

Mánudagur – Ekta ítalskt lasagna

Byrjum vikuna á lasagna. Það er hægt að gera á sunnudegi og hita upp daginn eftir ef dagskrá mánudagsins er ströng og svo má frysta afganginn og eiga síðar. Mér finnst nauðsynlegt að elda mat sem ég get sjálf ráðið hvað fer í hvert sinn og lít meira á uppskriftir sem hugmyndaramma frekar en óbrjótanlegar reglur. Bechamel sósa finnst mér langbest á lasagna og geri hana reyndar alltaf eftir settum reglum.“

Ekta ítalskt lasagna

Ekta ítalskt lasagna

Þriðjudagur – Soðinn fiskur með stöppuðum kartöflum og smjöri

„Sonur minn elskar soðinn, stappaðan fisk með kartöflum og smjöri. Ég sýð bæði þorsk og ýsu og finnst engu máli skipta hvort ég nota. Fyrst þarf að sjóða kartöflurnar. Þegar þær eru tilbúnar þá þarf að ná suðu upp á vatni í öðrum potti, bæta við salti og setja fiskbitana út í. Að "sjóða" fisk tekur um 2-3 mínútur í mesta lagi, þá verður fiskurinn léttur, næringarríkur og bragðgóður. Ég nota ostaskera til að sneiða smjörið, því þá er maður svo fljótur að stappa fiskinn saman við kartöflurnar. Fyrir þá sem vilja flóknara bragð er gott að stappa saman við soðnar gulrætur eða sætkartöflumús og fullt af svörtum pipar.“

Ýsa ný .jpeg

Miðvikudagur – Sælkerahamborgari

„Ég gæti nánast sleppt því að borða kjöt ef ekki væri fyrir hamborgara. Góður hamborgari er listgrein út af fyrir sig. Ég kaupi oftast tilbúna smash borgara og svo fer eftir veðri og vindum hvað fer ofan á en ostur, avókadó, salsa, salat, laukur og japanskt majónes hefur oft orðið fyrir valinu hjá mér. En líka svissaður laukur, salat, sveppir og gráðaostur. Sonur minn heldur sig við einfaldleikann og fær sér salat, ost, gúrku og tómatsósu.“

Sælkerahamborgari sem steinliggur

Sælkerahamborgari BH

Fimmtudagur – Sælkeratortillur með risarækjum, chili, engifer og kóríander

„Taco eða tortillas eru réttir sem hægt er að leika sér með. Allir fá sér sjálfir á sinn disk. Til þess að einfalda nota ég risarækjur og sósu úr Fylgifiskum og svissa svo tilbúinn kjúkling eða nautahakk á pönnu fyrir strákinn minn því hann er ennþá lítið fyrir risarækjurnar.“

Sælkeratortillur með risasækjum sem rífa í

Tortillur með risarækjum

Föstudagur – Sushi veisla

„Föstudagar eru nánast heilagir sushi dagar hjá okkur. Við förum oftast í Tokyo Sushi á Nýbýlavegi en OSushi þegar okkur langar að borða á staðnum.“

Sushi.jpeg

Laugardagur – Ofnbakaður lax með basil og lime

„Lax er tilvalinn til þess að bjóða fólki í mat eða bara handa fjölskyldunni. Hér er einföld uppskrift að laxarétti.“

FBL Ofnbakaður Lax Glóð.JPG

Ofnbakaður lax með basil & lime

4 stk - 250 g laxasteikur með roði

1 dl olía að eigin vali

2 msk. Moroccan RUB frá NOMU

1 stk. lime - raspið börkinn (má sleppa)

½ stk. lime - pressa safann

1 lauf pressaður hvítlaukur

Salt & pipar eftir smekk

3 msk. saxað basil

Hrærið öllu saman í skál nema ferska kryddinu og hellið yfir laxa steikurnar. Látið

marínerast í 30 – 60 mínútur í kæli. Forhitið ofninn í 180°C. Bakið laxinn í 12 mínútur í heitum ofninum. Ef þið eigið ferskt eða frosið mangó er ekki verra að baka það með og fá þannig sætu á móti súra bragðinu. Stráið ferska kryddinu yfir þegar laxinn kemur úr ofninum. Gott er að hafa lime sneiðar á borðinu svo hver og einn geti kreist yfir.

Köld sósa

2,5 dl sýrður rjómi

2 msk. sítrónusafi

1 tsk. Robiniu hunang frá Alfreð Gísla

1 msk. smátt saxað basil

Allt hrært saman og gott að kæla aðeins í ísskáp áður en sósan er borin fram.

Laxinn er góður með sætkartöflumús eða ofnbökuð grænmeti & salati.

Sunnudagur – Bröns dagur

„Bröns dagar - fjölskyldan mín hittist mjög oft á sunnudögum og borðar saman bröns. Mamma er listakokkur og hefur smitað því í okkur öll. Oftast býður hún okkur til sín og þá koma þeir með aukarétt sem hún veit að hafa tíma til. Ef ekki er neitt um að vera geri ég pönnukökur handa stráknum mínum sem finnst fátt betra en að vakna og fá heitar pönnukökur með hlynsírópi.“

Bestu pönnukökurnar

Pönnukökur í brönsinn