Guð­björg Gígja hefur stundað kraft­lyftingar í að­eins fimm ár en er tvö­faldur heims­meistari í kraft­lyftingum, hún fékk gull í bekk­pressu og rétt­stöðu­lyftu og í bekk­pressu 40 ára og eldri á GPC mótinu í Pól­landi.

Þetta er fyrsta er­lenda mótið sem Guð­björg keppir á.

„Svo lengi sem þú getur lyft ein­hverju, geturðu byrjað að lyfta," segir Guð­björg. Guð­björg er 74 ára og er í við­tali í Kvenna­klefanum í kvöld á Hring­braut þar sem hún kennir Sölku Gull­brá að taka rétt­stöðu­lyftu, og segir frá hvernig hún byrjaði að lyfta.

Þátturinn hefst kl. 20:00.