Erfingjar Gucci-tísku­veldisins eru ekki á­nægðir með nýjustu mynd Ridl­ey Scott, Hou­se of Gucci, sem frum­sýnd var fyrir skemmstu.

Myndin segir frá fyrir­ætlunum Pat­riziu Reggiani, fyrr­verandi eigin­konu Maurizio Gucci, um að myrða eigin­mann sinn, barna­barn hins þekkta tísku­hönnuðar Guccio Gucci. Um er að ræða mikla sögu sem spannar þrjá ára­tugi og segir frá ástum, svikum, hefnd og loks morði.

Í yfir­lýsingu sem að­stand­endur sendu ítölsku ANSA-frétta­veitunni er myndin gagn­rýnd harka­lega og þá einna helst hvernig farið er með á­kveðna með­limi Gucci-fjöl­skyldunnar. Teiknuð sé upp mynd af hálf­gerðum ó­þokkum.

Lady Gaga fer með hlut­verk Pat­riziu Reggiani í myndinni, Adam Dri­ver með hlut­verk Maurizio Gucci og Al Pa­cino með hlut­verk Aldo Gucci. Aldo þessi var stjórnar­for­maður Gucci-veldisins á árunum 1953 til 1986. Í yfir­lýsingu fjöl­skyldunnar kemur fram að þre­menningarnir séu teiknaðir upp sem „fá­fróðir ó­þokkar“.

Þá kemur fram í yfir­lýsingunni að erfingjarnir á­skilji sér rétt til að vernda nafn fjöl­skyldunnar með öllum til­tækum ráðum. Margt af því sem fram komi í myndinni sé hrein móðgun við arf­leifð Gucci.