Kanadíska kærustuparið Carley og Mercedes, þekktir áhrifavaldar, birtu myndband á sameiginlegum reikningi þeirra á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum og sögðu frá því að það væri möguleiki á að þær væru hálfsystur.

Þetta kemur fram á miðlinum The Mirror.

Ástæðan fyrir því að þær fóru að velta því upp, er að þær komust að því að mæður þeirra hefðu sofið hjá sama manninum á sínum tíma. Þær hafa því pantað sér DNA próf til að skera úr um hvort þær séu systur eða ekki.

„Eftir tveggja ára samband eru líkur á að við erum hálfsystur,“ skrifa þær við myndbandið, lítið ánægðar með uppgötvunina.

Það er ekki ljóst hvort um grín sé að ræða, eða ekki, en parið hefur birt nokkur myndskeið um málið.

@carleyandmercedes should we even risk getting a DNA test? 🫠 #fyp #foryou #wlw #xyzbca #siblingsordating ♬ the joke is on you. icarly - Kate
@carleyandmercedes siblings or dating plot twist.. maybe both??? #fyp #foryou #wlw #xyzbca #siblingsordating ♬ what in the jesus christ was that - sam