Pizza­staður Pizza Express keðjunnar í Woking hefur öðlast heims­frægð í kjöl­far þess að Andrew Breta­prins nýtti staðinn sem fjar­vistar­sönnun í við­tali sínu hjá BBC sem birt var um helgina. Hafa þúsundir grínum­sagna um staðinn flætt á vefi líkt og Goog­le og TripA­dvis­or.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur Andrew verið sakaður um að hafa kyn­ferðis­lega mis­notað Virginu Guiffre í partýi hjá Jef­frey Ep­stein, milljóna­mæringnum sem sakaður hefur verið um að vera við­riðinn víð­tækt mansals­mál.

Andrew segir að hann hafi ein­fald­lega verið með fjöl­skyldunni á pizza­staðnum sama dag og brotið hafi átt að hafa átt sér stað, það er 21. mars 2001. „Ég var með krökkunum og hafði farið með Be­at­rice á Pizza Ezpress í Woking um fimm eða fjögur eftir há­degi,“ sagði prinsinn.

„Að fara á Pizza Express í Woking er ó­eði­legt fyrir mig. Ég hafði aldrei farið..ég hef bara nokkrum sinnum komið til Woking og ég man undar­lega vel eftir því,“ sagði hann.

Eins og áður segir hafa þúsundir skondinna um­sagna verið birtar um veitinga­staðinn í kjöl­farið. „Pizza Express Woking er eins og enginn annar Pizza Express! Þetta er minning sem mun aldrei hverfa eftir að þú hefur heim­sótt úti­búið í Woking. Það eru þessi mögnuðu á­hrif sem pizza getur haft á þig!“

„Ef þú þarft fjar­vistar­sönnun, er þetta veitinga­húsið fyrir þig!“ skrifar einn. Einn segist hafa séð mann sem borðaði pizzu með chili þar árið 2001. Hann hafi ekkert svitnað og virkað á sig eins og prins meðal manna.