Kanadíski leikarinn og grín­istinn Norm Macdonald er látinn. Hann lést úr krabba­meini 61 árs gamall eftir ára­tuga­langa bar­áttu við sjúk­dóminn.

Macdonald var lík­lega þekktastur fyrir hlut­verk sitt í banda­rísku grín­þáttunum Satur­day Night Live. Þá kannast margir við kappann úr kvik­myndum Adam Sandler, þar sem hann var fasta­gestur.

Deadline greindi frá and­láti leikarans. Í um­fjöllun miðilsins er haft eftir nánum vini hans að Macdonald hafi haldið veikindum sínum fyrir sig og ekki viljað láta það hafa á­hrif á störf sín og grín hans. Fjöldinn allur af stjörnum hefur minnst leikarans í dag á sam­fé­lags­miðlum.