Leiklistarneminn og samfélagsmiðlastjarnan Vilhelm Neto lætur ekki sitt eftir liggja í að gera grín að fréttum sem hafa borist í dag og í gær af upptökum af samskiptum þingmanna Miðflokksins og Flokk fólksins á Klausturbar.

Líkt og fram hefur komið hafa þingmenn Miðflokksins beðist afsökunar á ummælum sínum, sem vörðuðu marga samstarfsmenn þeirra á þinginu.

Sjá einnig: Stólpagrín gert að #Klausturgate á Twitter

Í myndbandi sem Vilhelm birtir á Twitter síðu sinni fangar hann það sem hann telur geta verið stemninguna í mötuneyti Alþingis í dag, daginn eftir að fyrstu fréttir bárust af upptökunni, í sprenghlægilegu myndbandi sem má sjá hér að neðan.