Joe Biden og Kamala Harris hafa nú tekið við embætti forseta og varaforseta Bandaríkjanna. Athöfnin fór fram með óhefðbundnu sniði enda lifum við nú á óhefðbundnum tímum.

Í stað áhorfenda á National Mall má sjá aragrúa bandarískra fána og fyrrverandi forsetar, þingmenn og fjölskyldur Biden og Harris bera grímu vegna kórónaveirufaraldursins. Sjá má á myndum að hin hefðbundna svarta gríma naut mikilla vinsælda en þó voru nokkrir sem ákváðu að splæsa í grímur í stíl við kápurnar.

Forsetafrúin Dr. Jill Biden og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Fréttablaðið/Getty images
Varaforsetaherrann Doug Emhoff og Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna.
Fréttablaðið/Getty images
Laura Bush og George Bush í grímum í stíl við jakkana.
Fréttablaðið/Getty images
Barack og Michelle Obama voru með svartar grímur.
Fréttablaðið/Getty images
Hillary og Bill Clinton.
Fréttablaðið/Getty images
Algjör stjarna.
Fréttablaðið/Getty images
Mike Pence fyrrverandi varaforseti mætti á innsetningarathöfnina.
Fréttablaðið/Getty images
Bernie Sanders með einnota grímu.
Fréttablaðið/Getty images
Cory Booker þingmaður Demókrata og leikkonan Rosario Dawson voru í stíl.
Fréttablaðið/Getty images
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í skrautlegri grímu.
Fréttablaðið/Getty images