Grímur hafa svo sannarlega sett svip sinn á samfélagið síðasta hálfa árið, eitthvað sem fæsta hefði grunað fyrir ári.

Klassísku, bláu skurðlæknagrímurnar virðast vera langvinsælastar, miðað við svörin sem Fréttablaðið fékk þegar ýmsir þjóðþekktir einstaklingar voru spurðir út í sína uppáhaldsgrímu.

Margir reyna að horfa á jákvæðu hliðarnar og velja sér litríkar og skemmtilegar grímur, svona til að lýsa upp skammdegið, á meðan aðrir halda sig við þessar klassísku, svörtu.

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur vakið athygli fyrir þessa skemmtilegu grímu. „Á þessum fordæmalausu tímum fór ég að ganga um með grímu töluvert áður en sóttvarnalæknir ráðlagði það, enda var fyrir löngu búið að mæla með því erlendis og útlista kosti þess sem vörn gegn veirunni. Maður á nógu erfitt með að þekkja fólk alla jafna, en hvað þá þegar andlit fólks eru hulin hvers konar grímum og þess vegna datt mér í hug að láta útbúa þessa sem rammar svolítið inn undanfarin misseri hjá mér sem hafa verið viðburðarík og eftirminnileg,“ segir hann.Það var hönnuðurinn Magga Sigga sem gerði grímu Björns Inga.„Gríman fylgir mér hvert sem er, er þægileg að þvo og fer svo kannski á eitthvert safnið þegar faraldrinum lýkur,“ segir Björn Ingi.

?Margrét Erla MaackFjöllistakonan og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack heldur mikið upp á þessa fallegu grímu.„Ester Auður vinkona mín, einnig þekkt sem Silver Foxy, gerði hana.“
Dóra JúlíaPlötusnúðurinn Dóra Júlía heldur mikið upp á þessa ­fallegu grímu.„Fékk þessa grímu í Yeoman og elska að geta nýtt þessa nauðsyn í að skarta einhverju litríku og skemmtilegu,“ segir hún.

Sigga Kling spákona er mikill gleðigjafi og vill hafa grímurnar litríkar og helst í stíl við kjólinn.„Ég fékk þessa og kjólinn í stíl í Kjólar og Konfekt. Þær eru svo með aðra verslun sem heitir Rokk og Rómantík, þar sem fást alveg æðislega flottar grímur. Það er svo mikilvægt að gleðja sig með einhverju litríku á svona tímum,“ segir hún.