Spennan var á­þreifan­lega og að mestu grímu­laus í Þjóð­leik­húsinu um helgina þegar Karde­mommu­bær enn einnar kyn­slóðar var frum­sýndur en þetta er í sjötta sinn sem leik­ritið er sett á svið frá 1960. Þótt þess sé hvergi getið í stjórnar­skrám, hvorki þeirri gildandi né þeirri týndu, þá telst það því sem næst menningar­leg skylda að kynna þennan töfra­heim Thor­björns Egner, sem er seiðandi suð­rænn að þessu sinni, fyrir hverri kyn­slóð. Annars tala myndirnar sínu máli og benda til þess að enn sem fyrr snerti í­búar Karde­mommu­bæjar við barns­hjörtum allra og sam­eini kyn­slóðirnar þannig að allir geta bara lifað og leikið sér.

Forsetafrúin Eliza Reid virti sóttvarnalögin til hlítar og fagnaði fjölbreytileikanum með þessari líka forláta andlitsgrímu þegar hún heimsótti Kardemommubæ ásamt Magnúsi Gunnari Ögmundssyni og Eddu Margréti Reid.
Fjármálaráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, kynnti sér hagstjórn og stjórnsýslu Bastíans bæjarfógeta ásamt eiginkonu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur og Guðríði Línu Bjarnadóttur og Steinari Jóhanni Lúðvíkssyni. Fréttablaðið/Eyþór
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Haukur Ingi Guðnason mættu með fulltrúa nýrrar Kardemommu-kynslóðar, þau Eldeyju og Jökul.
Vart mátti á milli sjá hver voru spenntari fyrir nýjum Kardemommubæ, þau Friðrik Dór og Lísa Hafliðadóttir eða þær Jóhanna Margrét og Ásthildur.
Ari Matthíasson, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri, beið ekki boðanna og gerði úttekt á nýja Kardemommubænum ásamt eiginkonu sinni Gígju Tryggvadóttur.
Gleðin var alveg grímulaus hjá þeim Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur, Magnúsi Geir, Árna Gunnari og Degi Ara.
Elía Nardini Jónsdóttir ásamt Emmu Nardini Jónsdóttur og Martinu Vigdísi Nardini.
Jóhann Ingi Benediktsson, Hólmfríður Birna Gunnarsdóttir og Benedikt Aron Jóhannsson.
Jón Jónsson ásamt Hafdísi Björk, Jóni Tryggva og Mjöll.