Gríma Björg Thoraren­sen og Skúli Mogen­sen eignuðust son í gær. Drengurinn er fimm­tán merkur og Gríma til­kynnti að hann væri kominn í heiminn á Face­book-síðu sinni fyrr í dag.

Gríma er innan­hús­hönnuður og Skúli er fyrr­verandi for­stjóri WOW air. Fyrir á parið saman einn dreng, Jaka Mogen­sen, sem er nú tæp­lega eins og hálfs árs.

Í færslunni á Face­book segir:

Halló heimur! 14.09.21. Litli bróðir er mættur. 15 full­komnar merkur, ein­tóm ást og hamingja.