Gríma Björg Thorarensen og Skúli Mogensen eiga von á barni í september. Fyrir eiga þau saman einn dreng sem varð einmitt eins árs í dag en hann heitir Jaki Mogensen.

Gríma Björg starfar sem innanhússhönnuður og Skúli Mogensen er fyrrverandi forstjóri flugfélagsins WOW air.

Gríma er fædd árið 1991 og Skúli árið 1968 en þau byrjuðu saman árið 2017. Gríma hafði starfað sem flugfreyja hjá WOW air áður en hún hóf nám í innanhúshönnun í Bretlandi