Fót­bolta­maðurinn víð­frægi David Beck­ham, leik­stjórinn og leikarinn Guy Ritchie og at­hafna­maðurinn Björg­ólfur Thor eru nú staddir við veiðar í Haf­fjarðar­á.

Fót­bolta­maðurinn hefur í dag deilt ansi skemmti­legum mynd­skeiðum frá veiðinni á Story svæðinu svo­kallaða á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram. Þar merkir hann þá fé­laga sína Björg­ólf og Guy.

Þá skellti David sér að sjálf­sögðu ofan í vatnið og það var ljóst að honum var svo sannar­lega kalt. „Úff, úff, úff, við elskum Ís­land,“ sagði kappinn. Myndir af þessari glæsilegu ferð má sjá hér að neðan.