Lofts­lags­að­gerða­sinninn Greta Thun­berg er komin með fyrri skammt af bólu­efni. Greta, sem hefur verið leiðandi í bar­áttu ungs fólks gegn lofts­lags­breytingum, birti mynd af sér á Twitter í dag með grímu og plástur á öxlinni.

„Í dag fékk ég minn fyrsta skammt CO­VID-19 bólu­efni. Ég er mjög þakk­lát að njóta þeirra for­réttinda að lifa í þeim heims­hluta þar sem ég get fengið bólu­efni. Dreifing bólu­efna um heiminn er mjög ó­jöfn,“ tísti Greta.

Hún bætir við í öðru tísti að sam­kvæmt fréttum New York Times hafi 84 prósent bólu­efna­skammta sem gefnir hafa verið í heiminum verið gefnir í ríkum löndum en að­eins 0,3 prósent í efna­minni löndum.

„Enginn er öruggur fyrr en allir eru öruggir. En ekki hika þegar þér býðst bólu­efni. Það bjargar lífum,“ skrifar Greta að lokum.