Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir hjón og tvö ung­börn þeirra eftir að þau greindust bæði með krabba­mein sama daginn fyrir skemmstu.

Fyrst var það Kir­sty Lee sem greindist með þriðja stigs brjósta­krabba­mein og nokkrum klukku­stundum síðar fékk eigin­maður hennar, Ste­ve, þær fréttir að hann hefði greinst með krabba­mein í enda­þarmi.

Hjónin eru bú­sett í Adela­i­de í Ástralíu og hafa nú þegar um tvær milljónir króna safnast fyrir þau.

Kid­spot fjallar um þetta en söfnunin fer fram á vefnum GoFundMe. Sonya Ko­hlhagen, vin­kona hjónanna, segir að það sé erfitt að horfa upp á vini sína glíma við þessa bar­áttu á sama tíma – sér­stak­lega í ljósi þess að þau eiga tvö ung börn, 4 og 5 ára.

Þau munu bæði þurfa að gangast undir lyfja­með­ferð og skurð­að­gerð og taka sér leyfi frá vinnu meðan á veikindunum stendur.

Kir­sty og Ste­ve eru rétt rúm­lega fer­tug og segir Sonya að þau séu ó­sköp venju­legt fjöl­skyldu­fólk sem vill hafa líf sitt ein­falt. Sonya segir að söfnuninni sé ætlað að létta undir með fjöl­skyldunni á þessum erfiðu tímum.