Kvik­mynda­verið Mar­vel hefur nú kynnt nafnið á nýjustu myndinni um ofur­hetjuna Spi­der-Man, eða Köngu­lóar­manninn, en til­kynning var send út um málið í dag eftir að margir fóru að velta fyrir sér hvað nafnið yrði. Líkt og fyrri myndir mun titillinn inni­halda orðið „Home.“

Leikararnir þrír sem fara með aðal­hlut­verkin í myndinni, Tom Holland, Zenda­ya og Jacob Batalon, birtu öll mynd á sam­fé­lags­miðlum þar sem þau virtust greina frá nafni myndarinnar en það vakti at­hygli að þau sögðu öll mis­munandi nöfn, sem voru í þokka­bót heldur undar­leg.

„Ekki Spi­der-Man: Phone Home,“ ekki „Spi­der-Man: Home Wrecker,“ og sér­stak­lega ekki „Spi­der-Man: Home Slice“ – þó að þau hljómi öll mjög skemmti­lega,“ segir í til­kynningu Mar­vel en nafnið á nýjustu myndinni, sem frum­sýnd verður í desember er „Spi­der-Man: No Way Home.“

Í mynd­bandi sem Mar­vel sendi frá sér með til­kynningunni er vísað til þess að Holland, sem fer með hlut­verk Köngu­lóar­mannsins, er al­ræmdur fyrir að greina ó­vart frá mikil­vægum at­riðum og því hafi þau öll fengið mis­munandi nafn.

Færslur leikaranna má finna hér fyrir neðan.