Lífið

Greindist með krabbamein í þriðja sinn

Söngkonan Olivia Newton - John greindi frá alvarlegum veikindum sínum í nýlegu sjónvarpsviðtali. Hún notar marijúana til að lina verkina.

Leikkonan Olivia -Newton John berst við krabbamein í þriðja sinn. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Sandy úr kvikmyndinni Grease. Fréttablaðið/Samsett

Söngkonan Olivia Newton – John berst nú við erfitt krabbamein. Í nýlegu viðtalið við áströlsku sjónvarpsstöðina Channel 7 viðurkenndi hún að hafa greinst með fjórða stigs brjóstakrabbamein í maí á síðasta ári sem hefur nú dreift sér í bein í neðra baki.

Þetta er í þriðja sinn sem hún greinist með krabbamein fyrst árið 1992 og svo aftur í öxl árið 2013 en hún hélt þeirri baráttu utan sviðsljóssins. Sögur af veikindum hennar núna kvisuðust út og því sá hún sér ekki annað fært en að staðfesta sögusagnirnar. Að þessu sinni er óvíst að hún fari með sigur af hólmi.

Hinu sykursæta Sandra D og hinn ofursvali Danny Zuko voru sætasta kvikmyndapar allra tíma. Kvikmyndin Grease var frumsýnd fyrir 40 árum og er enn vinsæl um allan heim.

Þrátt fyrir veikindi og verki ætlar Olivia að halda rækilega upp á sjötugsafmælið sitt sem verður í lok september. Leikkonan er gift John Easterling stofnanda Amazon Herb Company. Hjónin búa saman á búgarði í Kaliforníu þar sem þau rækta meðal annars marijúana í lækningaskyni sem hún nýtir óspart til verkjastillingar.

Í ár eru fjörutíu ár frá því að hún birtist fyrst á hvíta tjaldinu sem Sandy í kvikmyndinni Grease einni vinsælustu kvikmynd síðustu aldar. Olivia Newton - John varð heimsfræg á einni nóttu fyrir hlutverk sitt í myndinni og óhætt að segja að hún og mótleikari hennar John Travolta, sem lék Danny Zuko, séu eitt flottasta kvikmyndapar allra tíma.

Sjá einnig: Sameinuð á 40 ára afmæli Grease

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Sam­einuð á 40 ára af­mæli Grea­se

Lífið

Brunuðu í burtu á mótorhjóli

Lífið

Beckhamhjónin enn hamingju­söm eftir 19 ár

Auglýsing

Nýjast

Atten­bor­ough gæti átt vin­sælasta lagið um jólin

Bóka­dómur: Hár­fínn línu­dans við for­tíðar­drauga

Pi­ers og Ariana í hár saman vegna „hræsnarans“ Ellen

Rauði djöfullinn lyftir Marvel á hærra Netflix-plan

Fólkið á götunni: „Held í húninn þegar það er opnað“

Óður til hins upprunalega á Hótel Sögu

Auglýsing