Jóhann Sigurður Jóhanns­son, Euro­vision fari og með­limur í Gagna­magninu er smitaður af CO­VID-19 og segist vera von­svikinn og sorg­mæddur, þar sem hann opnar sig um málið á Insta­gram síðu Gagna­magnsins.

„Hæ, ég býst við því að þið hafið heyrt af því að einn með­limur Gagna­magnsins hafi smitast af CO­VID. Ég vildi bara láta ykkur vita að sá með­limur er ég,“ segir Jóhann.

„Ég er í á­falli og er von­svikinn og al­mennt bara sorg­mæddur vegna þessa,“ segir grát­klökkur Jóhann. Hann segist vera ein­kenna­laus.

„Mér líður vel. Þetta er erfitt því við höfum unnið svo hart að okkur og ég vildi þetta virki­lega mikið. Þetta hefur verið svo lengi í undir­búningi. Við erum virki­lega stolt af upp­tökunni okkar, æfingin gekk vel og ég vona að við gerum ykkur stolt, Ís­lendinga og stuðnings­fólk,“ segir Jóhann.

„Eins og ég segi er ég enn að melta þetta. Það er mikið að melta. Ég gerði allt mitt til að vera öruggur. En eitt­hvað hefur farið úr­skeiðis. Seinni æfingin gekk vel,“ segir hann.

„Ég hlakka til að sjá hana í sjón­varpinu og vonast til að geta tekið þátt í laugar­dag, en ég veit ekki meir það er kannski bjart­sýnt. Ég vona að þið skiljið og haldið á­fram að styðja okkur.“