Ó­hætt er að full­yrða að grátandi Sölvi Tryggva og grátandi Simmi Vill hafi kveikt elda í um­ræðum á net­heimum í dag um of­beldis­mál og á­sakanir um slíkt.

Sig­mar Vil­hjálms­son, veitinga­húsa­rekandi og sam­fé­lags­miðla­stjarna, birti í gær­kvöldi mynd­band af sér grátandi þar sem hann horfði á Sölva Tryggva­son opna sig um slúður­sögur um að hann hefði beitt vændis­konu of­beldi.

„Maður veltir fyrir sér: Hvað er að okkur? Ég datt inn á kafla í við­talinu sem var í rauninni stór­kost­legur. Sölvi leyfir sér að sýna, ekki bara til­finningar, heldur opnar hann sig. Mér finnst það hug­rekki og mér finnst það styrkur, að hann skuli síðan gefa út þennan þátt. Ef fólk heldur að það sé kjána­legt að gráta, þá er það það ekki,“ segir Sig­mar.

„Ég ætla að henda inn þessari upp­töku núna sem á­kveðinni stuðnings­yfir­lýsingu um það að til­finningar eru mikil­vægar og grátur er ein birtingar­mynd þeirra.“

Aldrei orðið vitni að slíkri her­ferð gegn þolanda

Ljóst er á við­brögðum á Twitter að ekki eru allir á sömu línu vegna málsins og Simmi. „Ég hef bara aldrei orðið vitni að jafn rætinni her­ferð gegn þolanda,“ skrifar sam­fé­lags­miðla­stjarnan Edda Falak vegna málsins.

Sól­borg Guð­brands­dóttir, sem eitt sinn hélt úti Insta­gram síðunni Fá­vitar, leggur einnig orð í belg á Twitter.

„Ég gæti í al­vöru exposað svo marga of­beldis­fulla fanta. Ykkur. Vini ykkar. Frændur. Fyrr­verandi kærasta. Sæta. Vel menntaða. Ó­menntaða. Ríka. Ís­lenska.

En konu verður aldrei raun­veru­lega trúað á meðan karl segist sak­laus, er það nokkuð?“

Fleiri tíst vegna málsins má lesa hér að neðan: