Her­toga­hjónin af Windsor þau Ját­varður 8. Bret­lands­konungur og Wallis Simp­son voru ekki nándar nærri því eins hamingju­söm í raun­veru­leikanum eins og þau eru látin líta út fyrir að hafa verið í Net­flix þáttunum The Crown.

Þetta segir Guð­ný Ósk Lax­dal, sér­fræðingur í bresku konungs­fjöl­skyldunni, í Crown­varpinu, við­hafnar­hlað­varpi Frétta­blaðsins um fimmtu seríu The Crown. Þáttinn má hlusta á neðst í fréttinni.

„Peter Morgan er með ein­hverja rosa­lega sýn á her­toga­hjónin,“ segir Guð­ný og vísar til höfunda þáttanna.

„Þau voru rosa­lega til vand­ræða fyrir konungs­fjöl­skylduna, það vissi enginn hvað átti að gera við þau, þau voru hálf­gerðir nas­istar og vildu alltaf meiri pening,“ segir Guð­ný.

„Ég hef aldrei skilið það hvers vegna þau eru sýnd í The Crown eins og rosa­lega ást­úð­leg og krútt­leg hjón. Þetta er ekki hjóna­band sem var þekkt fyrir að vera hamingju­samt,“ segir Guð­ný.

Eins og frægt er orðið gaf Ját­varður frá sér konungstignina í desember 1936 til yngri bróður síns Georgs 6., föður Elísa­betar Bret­lands­drottningar. Þetta gerði hann til að geta verið með hinni frá­skyldu banda­rísku Wallis Simp­son en þau giftust eftir að hann sagði af sér. Hann var fyrsti þjóð­höfðingi Bret­lands til að segja af sér em­bætti.

Wallis Simpson og Játvarður á góðri stundu.
Fréttablaðið/Getty

„Hún var alltaf að halda fram­hjá honum. Sam­kvæmt ævi­sögum hennar var hún grátandi í símanum þennan dag sem hann til­kynnir þetta og biður hann um að gera þetta ekki, sem hann hlustar svo ekki á,“ segir Guð­ný.

Hún segir út­gáfu The Crown hafa málað upp tölu­vert aðra út­gáfu. „Þetta er rómantíska út­gáfan og mjög fal­leg, en hann var bara miklu ást­fangnari af henni en hún honum.“

Þá segir Guð­ný and­lát her­toga­ynjunnar hafa verið tölu­vert verra í raun­veru­leikanum en í fimmtu seríunni. „Hún var veik síðustu árin og lög­fræðingurinn hennar seldi hús­gögnin hennar og eignir til vina sinna á meðan hún var ein í húsinu.“

Hlusta má á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er mættur á Spotify undir merkjum Bíóvarpsins.