Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr og félagar flytja Gran Partítu, stóru blásaraserenöðuna eftir Mozart, þann 29. september í tilefni af tíu ára afmæli Hörpu.

Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu klukkan 20 og eru um klukkustundar langir.

Flytjendur á tónleikunum eru Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir á óbó, Ármann Helgason og Helga Björg Arnardóttir á klarínett, Rúnar Óskarsson og Baldvin Ingvar Tryggvason á bassethorn, Frank Hammarin, Anna Sigurbjörnsdóttir, Emil Friðfinnsson og Rakel Björt Helgadóttir á horn, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Snorri Heimisson á fagott, Brjánn Ingason á kontra­fagott og Þórir Jóhannsson á kontrabassa.