Græni herinn ætlar að gróðursetja í Hveragerði klukkan 14 í dag. Gróðursetningin á að marka upphaf á starfsemi sem fylgir nýrri fimm ára áætlun hópsins.

Græni herinn hóf starfsemi sína fyrir 20 árum, en þá tóku 1500 sjálfboðaliðar þátt í að gróðursetja, hreinsa, mála og fegra landið í tilefni alda- og árþúsundamótanna. Eitt af því sem hópurinn gerði var að gróðursetja tré meðfram göngustígnum sem liggur frá Listasafni Árnesinga að Grunnskólanum í Hveragerði.

Í dag verður efnt til gróðursetningar á nýjum stað í Hveragerði og það markar upphaf á nýjum verkefnum sem eru framundan á næstu fimm árum.

Græni herinn hvetur sem flesta til að mæta og taka þátt í gróðursetningunni og fagna 20 ára afmæli samtakanna. Gróðursetningin hefst klukkan 14:00 að Þelamörk 2 í Hveragerði og allir eru hjartanlega velkomnir.