Lunkinn tippari í hestaveðhlaupum í Japan sló öll met þar í landi þegar hann græddi um 22 milljónir jena (um 23 milljónir íslenskra króna) á miða sem kostaði hann um 100 krónur.
Tipparinn giskaði rétt á sigurvegara í sjö veðhlaupum í röð. Vinningsmiðinn var sá minnsti sem hægt var að kaupa og var gróðinn því um 220 þúsund-faldur.
Hestaveðhlaup eru vinsæl í Japan en þar fara fram meira en 21 þúsund veðhlaup ár hvert.