Helgarblaðið

Góður ferðafélagi

Ein mersta ferðahelgi ársins er runnin upp. Gott podkast er góður ferðafélagi. Ekkert lát er á vinsældum þeirra og úr ótal mörgu að velja. Bæði innlendu og erlendu.

Koma skemmtilega á óvart: Málið er

Viktoría Hermannsdóttir ræðir við áhugavert fólk fjallar um forvitnileg mál. Hún kafar í hvert og eitt þeirra og nálgast bæði fólk og viðfangsefni af virðingu og botnlausri forvitni. Afraksturinn er bráðskemmtilegir þættir sem koma á óvart. Þýsku vinnukonurnar sem komu til starfa á Íslandi, einmanaleiki, kettir. Umfjöllunarefnin eru af öllum toga.

Sagnfræði: Í ljósi sögunnar

Í þættinum skoðar Vera Illugadóttir atburði og málefni líðandi stundar í ljósi sögunnar. Þættirnir eru bæði fullir af fróðleik en líka óhemju áhugaverðir og spennandi. Njósnarar Mossad, mannætuljón og maður sem leysti eigin morðgátu.

Boltinn: Dr. Football, Innkastið, Markmannshanskar hans Alberts Camus og Vængjum þöndum.

Fyrir fótboltaunnendur eru fjölmörg íslensk podköst að velja úr. Þessi podköst eru brot af því besta sem er í boði. Guðmundur Björn Þórbjörnsson leitar uppi óvanaleg umfjöllunarefni tengd fótbolta í Markmannshönskum hans Alberts Camus. Hjörvar Hafliðason er dr. Football og kryfur tíðindi helgarinnar og hitar upp fyrir næstu leiki. Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fotbolta.net sér um innkastið þar sem farið er um víðan völl.

Skemmtilegur fróðleikur: Ævintýri Tinna

Gísli Marteinn Baldursson fer yfir sögu teiknimyndasagna George Remi eða Hergé og Tinnabækurnar. Þættirnir hafa vakið þvílíka hrifningu kynslóðarinnar sem er alin upp við lestur teiknimyndasagnanna góðu um Tinna.

Óleyst ráðgáta: Konan í ísdalnum:

Podkast um dularfullan líkfund og óupplýst hvarf konu í Noregi um 1970. Tólf ára gömul stúlka, sem var í sunnudagsgöngu með föður sínum og yngri systur, gekk fram á illa brunnið lík konu í Ísdalnum – vinsælu útivistarsvæði spölkorn frá miðbæ Bergen í Noregi.Hér má lesa ítarlega umfjöllun helgarblaðs Fréttablaðsins um málið í samstarfi við NRK.

Harry Potter aðdáendur: Harry Potter and the Sacred Text

Vanessa Zoltan og Casper ter Kuile rýna í bækur Harry Potter frá frumlegu sjónarhorni. „Ég hef trú á góðum bókum og því sem þær færa mér, segir Vanessa í fyrsta þættinum og segist vilja skoða ritverkin eins og þau væru ritning eða heimspekirit. Vanessa og Casper skoða hugtök á borð við fyrirgefningu og hefnd og tengja efni bókanna við háleitar spurningar um tilveruna.

Fyrir fróðleiksfúsa: Stuff you should know

Þættir sem veita innsýn í allt milli himins og jarðar. Hvernig á að temja ljón? Hvernig er samband lögfræðings og skjólstæðings? Störf sem eru ekki lengur til. Fræðandi og skemmtilegir fyrir fróðleiksfúsa í boði þáttastjórnendanna Chuck Bryant og Joch Clark.

Kitlar hláturtaugarnar: My Dad Wrote a Porno

Jamie Morton les vandræðalega erótíska skáldsögu eftir föður sinn og greinir hvern kafla með aðstoð James Cooper og Alice Levine. Faðir Jamie skrifaði undir höfundarnafninu Rocky Flintstone og erótíska sagan fjallar um pottasölukonuna Belindu Blumenthal sem lendir í ýmsum ævintýrum.

Feminískt: Goodnight Stories for Rebel Girls

Goodnight Stories for Rebel Girls fjallar um merkilegar konur sem veita öðrum stúlkum og konum innblástur.

Óhugnalegt en satt: Atlanta Monster

Atlanta Moster er podkast í tíu þáttum. Í þáttunum er fjallað um skelfileg barnamorð sem áttu sér stað á árunum 1979-1981.

Under the Skin Russell Brand

Skemmtilegt podkast með hinum sérvitra og stórskemmtilega Russell Brand sem fjallar um þau málefni sem vekja forvitni hans í samfélaginu. Viðtal hans við dr. Jordan Peterson vakti athygli í maímánuði síðastliðnum.

Fleiri skemmtileg podköst

This American Life

99% invisible

Sceptics guide to the Universe

Stuff they dont want you to know.

Radio War Nerd

Hardcore History

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Getur ekki talið allar plöturnar

Helgarblaðið

Fær innblástur úr listum og pólitík

Helgarblaðið

Gefst ekki upp

Auglýsing

Nýjast

Tourette-uppi­stand til styrktar góð­gerðar­sam­tökum

Efna til hand­rita­sam­keppni fyrir hljóð­bækur

Léttum fólki lífið

Dorma býður frábært úrval fermingarrúma

Bræður geðhjálpast að

Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram

Auglýsing