Tals­menn breska götu­blaðsins Mail on Sunday segja að blaðið standi við frétta­flutning sinn af her­toga­hjónunum Harry og Meg­han og sé reiðu­búið í mála­ferli vegna hans, að því er fram kemur í frétt BBC.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá sendi Harry frá sér til­finninga­ríka en harð­orða til­kynningu í gær þar sem hann sagðist vera kominn með nóg af frétta­flutningi breskra götu­blaða. Nú væru sömu öfl að ráðast á konuna hans og hefðu ráðist á móður hans.

Mála­ferlin ná til fréttar Mail on Sunday sem varðaði hand­skrifað bréf sem Meg­han skrifaði föður sínum stuttu eftir brúð­kaup þeirra árið 2018. Götu­blaðið birti bréfið í heild sinni og vill parið meina að þar sé um að ræða brot gegn einka­lífi þeirra.

Í um­fjöllun BBC er haft eftir Roy Greensla­de, pistla­höfundi Guar­dian og fyrr­verandi rit­stjóra Daily Mirror að prinsinn hafi tekið mikla á­hættu með því að hafa tekið á­kvörðun um að stefna blaðinu.

„Fjöl­miðlar - og þá sér­stak­lega götu­blöðin - eru ekki nærrum því eins valda­mikil núna og þau voru á dögum móður hans,“ segir hann. Díana prinsessa hlaut nokkurra út­reið í götu­blöðum á sínum tíma áður en hún lést í bíl­slysi í París árið 1997.

„Er hann að nota sleggju til að brjóta hnetu hérna? Ég held að hann gæti komist að því að þetta þjóni ekki hags­munum þeirra, heldur þvert á móti,“ segir Greensla­de.

Prinsinn sagðist í til­kynningu sinni í gær gera sér fulla grein fyrir því að hann væri að taka á­kvörðun. Hins vegar væri um að ræða rétta á­kvörðun.

„Því miður hefur konan mín orðið eitt að nýjustu fórnar­lömbum breskra götu­blaða sem herja á ein­stak­linga án þess að hugsa um af­­leiðingarnar, í miskunnar­lausri her­­ferð sem hefur farið stig­­magnandi síðast­liðið ár, í gegnum með­­göngu hennar og á meðan við höfum alið ný­­fæddan son okkar.“