Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens birti mynd af sér í svörtum hita galla á Instagram og segir hann hjálpa til við að forðast meiðsl í ræktinni.

Þá er gallinn einnig gæddur þeim eiginleikum að sögn tónlistarmannsins að halda honum í formi þar sem hann brenni fitu og drasli,: „Gott fyrir gamla karla sem vilja halda sér í formi,“ skrifa Bubbi.

Bubbi er einn ástælasti tónlistarmaðurinn þjóðarinnar og gaf nýlega út lagið, Tárin falla hægt með tónlistarmanninum Auður, sem naut mikilla vinsælda. Lagið er til að mynda í sjöunda sæti yfir fimmtíu vinsælustu lögin á Íslandi á streymisveitunni Spotify.

Á dögunum var greint frá því að lagið hafi ekki heyrst í spilun á Rás 2 sem féll illa í kramið hjá Bubba. Bubbi krafðist skýringa og fór lögmaður Bubba, Einar Þór Sverrisson, á fund útvarpsstjóra vegna málsins.