Lífið

Rams­ey gagn­rýndur fyrir hegðun sína í gömlu við­tali

Hegðun sjónvarpskokksins Gordon Ramsey gagnvart leikkonunni Sofiu Vergara í viðtali hjá Jay Leno árið 2010 hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum að undanförnu og eru flestir hverjir gífurlega hneykslaðir á framkomu kokksins.

Viðtalið er rúmlega níu ára gamalt og Jimmy Fallon tekinn við af Jay Leno. Fréttablaðið/Skjáskot

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsey hefur verið harðlega gagnrýndur af netverjum að undanförnu eftir að myndband sem sýnir hegðun hans í garð Modern Family stjörnunnar Sofiu Vergara í viðtali hjá spjallþáttastjórnandanum Jay Leno frá árinu 2010 komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum.

Í umræddu viðtali, sem sjá má hér að neðan, snertir kokkurinn meðal annars læri leikkonunnar auk þess sem hann tjáir sig ítrekað um kynlíf leikkonunnar og sést hvernig leikkonunni þykir ummælin óþægileg og áhorfendur ekki vissir hvernig þeir eiga að bregðast við.

„Ég öskra aldrei svona hátt í alvörunni,“ segir Vergara meðal annars og vísar þar í hátt öskur sitt fyrr í þættinum, í grínatriði. „Bara í svefnherberginu,“ svarar sjónvarpskokkurinn henni þá um hæl. Síðar í viðtalinu spyr hann leikkonuna að því „hvort hún hafi einhvern tímann haft heilan fleyg upp í sér á einhverjum tímapunkti.“

Í færslu á Twitter sem deilt hefur verið fimmtíu þúsund sinnum og inniheldur klippur úr viðtalinu segir notandinn Jason Bolaños að hegðun kokksins sé mjög óþægileg og að Sofia Vergara eigi ekki skilið að komið sé fram við hana með slíkum hætti. Þá segir annar notandi að það sé synd að Jay Leno hafi ekki stigið inn í umrætt atvik. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Getur ekki talið allar plöturnar

Helgarblaðið

Fær innblástur úr listum og pólitík

Helgarblaðið

Gefst ekki upp

Auglýsing

Nýjast

Hann er algjör stuðpinni

Andorra - Ísland: „Þarf alltaf að vera fótbolti‘?“

Anita Hirleker og verslunin Fischer sigurvegarar

Þegar Eurovision varð háalvarlegt

Frískandi eftirréttir í brúðkaupið

Tölurnar á bak við brúð­kaup aldarinnar

Auglýsing