Aðdáendur geðvonda stjörnukokksins Gordons Ramsay voru ánægðir með ljósmynd sem Ramsay deildi á Instagram af sér berum af ofan á ströndinni, á stuttbuxum og í hlaupaskóm.

Þessi ljósmynd vakti sannarlega athygli, þegar hann deildi henni: „Ég óska öllum íþróttamönnum góðs gengis í járnmanninum í dag, að komast yfir markið á sínum tíma var ótrúleg tilfinning!”

En aðdáendur hans virtust áhugasamari um vaxtarlag stjörnukokksins en gengi hans í íþróttaviðburðum.

Einn skildi eftir athugasemd sem hefur vakið mikla kátínu netverja: „Gordon er skornari en kjötið sem hann sker!”