Pasta klikkar aldrei og þá er pastasalat sérstaklega sniðugt þar sem það inniheldur einnig ferskt grænmeti og er því ögn hollara en hefðbundið pasta. Hérna er uppskrift að gómsætu pastasalati.

500 grömm pasta – penne- eða skrúfpasta er tilvalið

½ rauðlaukur

½ bolli saxaðir tómatar

1 krukka svartar ólífur

1 bolli ferskt kál

¼ bolli fersk steinselja

1 msk ólífuolía

2 msk. hvítvínsedik

½ tsk. oregano

½ tsk. hvítlauksduft

½ tsk. laukduft

¼ tsk. chilipipar

Smá kókossykur

Eldaðu pastað og leyfðu því að kólna. Gott er að kæla það með köldu vatni. Skerðu niður grænmetið á meðan þú sýður pastað. Hrærðu saman innihaldsefnunum fyrir dressinguna. Blandaðu saman pasta, dressingu og grænmeti og smakkaðu til með salti og pipar.