Flestum dreymir um að eiga garð sem upp­fyllir óskir allra fjöl­skyldu­með­lima og þegar Gói Karls og eigin­kona hans fjár­festu í nýju húsi fyrir lið­lega tveimur árum fylgdi nokkuð stór og gróinn garður sem var kominn í hálf­gerða ó­rækt og orðinn jafn­framt dá­lítið villtur. Langaði hjónunum að endur­gera garðinn og sníða af óskum fjöl­skyldunnar svo Gói tók til sína ráða og á­kvað að drífa sig í verkið og hannaði sælu­reitinn með konu sinni og fór í fram­kvæmdirnar. Sjöfn Þórðar þátta­stjórnandi fær að fylgjast með fram­kvæmdunum frá upp­hafi til enda og sjá drauma­garð Góa og fjöl­skyldunnar verða að veru­leika.

Frá því í byrjun sumars hefur Sjöfn fylgst með Góa í fram­kvæmdum í garðinum og rétt fyrir fyrsta vetrar­dag náði Gói að ljúka fram­kvæmdum og sælu­reiturinn er kominn í fulla notkun fjöl­skyldunni til mikillar á­nægju.

„Á­stæðan fyrir því að við fórum í þetta var að við vildum gera sælu­reit. Garð sem myndi stækka húsið og gefa okkur mögu­leika og skapa rými fyrir okkur fjöl­skylduna að njóta allan ársins hring. Á­stæðan fyrir því að ég á­kvað að gera þetta sjálfur er í raun bæði af sparnaðar sjónar­miðum og líka því við vorum alveg með það á hreinu hvernig við vildum gera þetta,“ segir Gói.

Þegar Sjöfn spyr Góa hvernig fram­kvæmdirnar hafi gengið stendur ekki á svari hjá Góa.

„Þetta gekk bara alveg sjúk­lega vel. Þetta tók í raun ekki langan tíma ef maður tekur út sumar­fríið. Við fórum í úti­legu og til út­landa. Ég er líka svo á­nægður með alla þá sem hjálpuðu okkur,“ segir Gói sem er í skýjunum nýja garðinn sem þau kalla sælu­reitinn sinn.

Gói var útsjónarsamur þegar kom að því að hanna útieldhúsið og nýtti garðskúrinn til þess. Hann lengdi þakið á garðskúrnum og bæti við skjólvegg og loks útbjó hann borð með steypri plötu svo útkoman varð mjög góð. Lýsing settur svo punktinn yfir i-ið.
Fréttablaðið/Valli

Ó­missandi að vera með úti­eld­hús

Góa fannst það al­gjör­lega ó­missandi að vera með úti­eld­hús og nýtur sín allra best þar.

„Því ég er ást­ríðu­kokkur. Mér finnst gaman að nota dótið mitt, grillið, Muurika pönnuna mína og svo er nýi pit­sa­ofninn frá Bakó Ís­berg sem er al­gjör snilld. Það er dá­sam­legt að vera með borð­pláss og þak og geta staðið við pit­sa­ofninn eða grillið þó það snjói eða rigni,“ segir Gói.

Gói fer á kostum í úti­eld­húsinu og bakar pitsu fyrir Sjöfn á auga­bragði. Það má með sanni segja að Gói svipti hulunni af mörgum leyndum hæfi­leikum í þessum þætti, bæði list­rænum hæfi­leikum sem smiður og í matar­gerðinni en matar­ástin slær líka í gegn nýja garðinum – það er ljóst að Gói er ekki bara leikari.

Gói stækkaði pallinn sem fyrir var og styrkti og hefur með því stækkað heimilið út og önnur stofa komin utandyra sem eykur notagildi heimilisins og skapar rómantíska stemningu.
Fréttablaðið/Valli

Missið ekki af á­huga­verðum og skemmti­legum þætti þar sem við fáum að fylgjast með fram­kvæmdum Góa á drauma­garði fjöl­skyldunnar, sælu­reitnum, frá upp­hafi til enda í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hring­braut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.