Karrí- og kókos- kjúklingasúpa

fyrir 20 manns

4 msk. repjuolía

4 laukar

4 rauðar paprikur

2 litlir blaðlaukar

1600 g úrbeinuð kjúklingalæri

10 msk. rautt karrímauk

4 msk. kjúklingakraftur

1 l vatn

6 dósir kókosmjólk (1200 g)

Safi úr 4 sítrónum

Salt og pipar eftir smekk

Afhýðið grænmetið og skerið það í bita. Hitið olíu í stórum potti og steikið við meðalhita í 7 mínútur, eða þar til það byrjar að mýkjast. Skerið kjúklingalærin í bita og bætið saman við, steikið áfram í 5 mínútur. Bætið við vatni og kókosmjólk ásamt karrímauki, kjúklingakrafti og sítrónusafa. Leyfið súpunni að malla við miðlungshita í 15 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður. Smakkið súpuna til með salti og pipar.

Bragðmikil og gómsæt karrí- og kókoskjúklingasúpa.

Hvítsúkkulaði- og hindberja-brownies

fyrir 25 manns

230 g sykur

230 g smjör

4 meðalstór egg

250 g hveiti

400 g hvítt súkkulaði, saxað

230 g fersk hindber

Forhitið ofn í 190°C á blæstri. Bræðið smjör og bætið helmingnum af súkkulaðinu saman við og hrærið. Þeytið egg og sykur þar til blandan hefur þykknað. Sigtið hveiti yfir og bætið við eggjablönduna. Blandið svo vel við súkkulaðiblönduna. Setjið deigið í ferkantað, eldfast mót (25cm x35cm) og dreifið restinni af hvíta súkkulaðinu og berjunum yfir. Bakið í 35 til 45 mínútur. Takið úr ofninum og kælið, áður en kakan er skorin í bita og borin fram.

Ljúffengir hvítsúkkulaði- og hindberja-brownie bitar.