Helgarblaðið

Góð hlauparáð

Karen Kjartansdóttir er vanur hlaupari. Hún gefur góð ráð og mælir sérstaklega með hlaupaappinu Zombies Run þar sem eina leiðin til að halda lífi er að hlaupa eins og fætur toga.

Karen Kjartansdóttir upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Fréttablaðið/Stefán

Karen Kjartansdóttir er vanur hlaupari. Hún gefur góð ráð og mælir sérstaklega með hlaupaappinu Zombies Run þar sem eina leiðin til að halda lífi er að hlaupa eins og fætur toga.

Rúmir skór

Ekki velja skó sem henta vinum þínum heldur skaltu finna skó sem henta þér. Oft eru hlauparar krafðir um svör um bestu merkin og tegundir af skóm. Vissulega er sjálfsagt að miðla reynslu og ráðum til annarra en sannleikurinn er samt sá að tegund sem einum kann að þykja fullkomin hentar öðrum bara alls ekki. Mundu líka að hlaupaskór eiga að vera rúmari en hefðbundnir skór. Góð regla er að máta þá seinnipart dags, svona þegar fæturnir eru orðnir svolítið þrútnir eftir daginn. Hafðu líka í huga á hvernig undirlagi þú ætlar helst að hlaupa og veldu skóna í samræmi við það.

Skemmtileg tækni

Tækni gerir flest þægilegra og skemmtilegra. Til er fólk sem hleypur reglulega án þess að vera með úr, öpp eða nokkur mælitæki annað en eigin líðan og heilsu. Það er svolítið fallegt en sjálf er ég tækjanörd og hef mikla ánægju ef því að fylgjast með úrinu mínu, finna ný öpp til að setja í símann sem gefa hlaupunum nýja vídd og leita uppi skemmtilega tónlist eða podköst til að hluta á á hlaupum. Sjálf mæli ég sérlega með hlaupaappinu Zombies run enda sameinar það áhuga minn á uppvakningum, útvarpsleikritum og hlaupum.

Í grunninn er það útvarpsleikrit, og ferlega vel skrifað á köflum, en í því ert þú ein persónanna og þarft að takast á við miklar þrautir í distópískri framtíð þar sem eina leiðin til að halda lífi er að hlaupa eins og fætur toga. Þetta hentar til að mynda vel í myrkum vetrarhlaupum og sjálf á ég skemmtilega minningu af því að hafa skellt hressilega upp úr á hlaupum í skafrenningi og byl við að hlusta á þátt þar sem kanadíski metsöluhöfundurinn Margaret Atwood skaut skyndilega upp kollinum sem gestaleikari í sögunni og meðhlaupari minn í hinum tilbúna heimi varð ég vandræðalega „starstruck“. Já, ég sagðist vera nörd.

Zombies Run

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Eftir hundrað ár munu fleiri leika sér

Helgarblaðið

Leyndarmál íslenskrar listasögu

Helgarblaðið

Ætla að kné­setja kapítalið og selja nokkra boli

Auglýsing

Nýjast

Þegar tungu­málið hljóp með Ís­lendinga í gönur

Chanel tilkynnir eftirmann Lagerfeld

Hóta að dreifa klám­mynd­bandi af Eddu: „Nú bíð ég spennt!!!!“

Ís­lands­svín vekja furðu og hroll með aug­lýsingu

Lagst­ur und­ir hníf­inn: „Aksturs­hæfn­in dvín“

Fann fljótt að þetta gerði mér gott

Auglýsing