Fasteignasalan Miklaborg kynnir: Ein af glæsilegustu íbúðum borgarinnar með panorama útsýni og risastórum þaksvölum. Íbúðir fyrir 60 ára og eldri.

Húsið er teiknað af Kristni Ragnarssyni og er fimm til níu hæða fjöleignarhús. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna, en flísar á votrými. Stæði í lokuðum bílakjallara fylgir íbúðinni. Glæsileg endaíbúð á sjöttu hæð við Hraunbæ. Komið er inn í sameiginlegan inngang að íbúð. Forstofa opin inn í hol sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðar. Í holi eru skápar. Baðherbergið er flísalagt og með góðri snyrtiaðstöðu, sturta, innrétting með skápum undir handlaug og spegli fyrir ofan handlaug. Einnig er tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baði.

Gott aukaherbergi með fataskápum. Hjónaherbergi er rúmgott og bjart og með skápum ásamt auka baðherbergi, sturta, upphengt klósett og handlaug með spegli fyrir ofan. Eldhús og stofa eru eitt rými sem er mjög bjart og stórar stofur, þaðan er gengið út á rúmgóðar svalir. Eyja í eldhúsi klædd kvars-steini.

Geymsla fylgir eigninni

Húsið er hannað á grundvelli algildrar hönnunar. Í öllum íbúðum er hægt að uppfylla skilyrði um algilda hönnun með einföldum breytingum. Við hönnun húss er tekið mið af því að lágmarka viðhald húss. Húsið er einangrað að utan, álklætt að hluta og gluggar ál-tré gluggar. Upphitaðir gangstígar að húsi. Lóðarhafi og verktaki er Dverghamrar ehf.

Ártúnið er rótgróið hverfi. Gott aðgengi til útivistar. Stutt er í alla þjónustu, verslun og stofnbraut, stutt í allar áttir. Um er að ræða glæsilega íbúð á höfuðborgarsvæðinu, með einstöku útsýni.

Nánari upplýsingar veitir Jórunn, löggiltur fasteignasali, sími 845-8958.