Tískuvikan í Kaupmannahöfn er haldin tvisvar á ári, í lok janúar og í ágúst. Þangað sækja hönnuðir frá öllum Norðurlöndunum og sýna nýjustu tísku. Tískuvikuna sækja verslunareigendur og innkaupastjórar verslana til að panta það nýjasta. Að þessu sinni var sýnd tíska fyrir komandi haust og vetur 2020-2021.

Margir þekktir hönnuðir vöktu athygli eins og danska merkið Ganni sem hélt sig við jarðtóna liti og mikið skinn. Stíllinn var grófkenndur og stórir jakkar og þykkbotna skór voru allsráðandi.

Hin íslenska Þóra Valdimarsdóttir og vinkona hennar Jeanette Madsen stýra saman hönnunarfyrirtæki undir nafninu Rotate by Birger Christensen og vöktu kjólar þeirra verðskuldaða athygli.

Það verður margt skemmtilegt að gerast í norræna tískuheiminum á næstunni og haustið mun henta íslenskum konum vel.

Fallegt frá danska merkinu Ganni.
Glæsilegur kjóll frá By Malene Birger sem sýndur var á tískuvikunni.
Dragt frá By Malene Birger.
Svolítið groddað fyrir næsta vetur frá Ganni.
Dragt frá Þóru og Jeanette sem þær framleiða undir merkinu Rotate Birger Christensen.
Röndóttur kjóll frá ROTATE Birger Christensen.