Þýska tískumerkið Hugo Boss sýndi nýjustu línu sína í Mílanó. Þýskar tískustjörnur og áhrifavaldar voru áberandi meðal gesta. Þar á meðal voru Leonie Hannie og Anna-Katrin Götze.

Það var greinilegt á gestunum að ítalska tískuhúsið Bottega Veneta verður sífellt vinsælla, þá sér lagi töskur merkisins í yfirstærð og skór með þverskorinni tá.

Vafalaust höfðu ferðatálmanir einhver áhrif á mætingu á tískuvikuna, en sýning Boss er ein sú vinsælasta í Mílanó. Ofurfyrirsæturnar Bella Hadid, Doutzen Kroes og Irina Shayk voru meðal þeirra sem tóku þátt í sýningunni.

Flestar af þekktustu fyrirsætunum eru nú komnar yfir til Parísar þar sem tískuvikan þar er hafin.

Þekktasti tískuáhrifavaldur Þjóðverja, Leonie Hannie, mætti með tösku frá Boss og í skóm frá Paciotti á sýningu Boss.
Naglalakkið var í stíl við töskuna.
Þýska fyrirsætan Ann-?Kathrin Götze var í skóm frá ítalska tískuhúsinu Bott­ega. Veneta.
Það virðist vera nýjasta tíska að girða faldinn á buxum í skóna, ef marka má gesti tískvikunnar í Milanó.
Eigandi Attire, Xenia Adonts, batt skóna utan um buxnaskálmarnar.
Julie Ianc var í grófari skóm en beislaði samt niður skálmarnar.
Tískubloggarinn og lyfjafræðingurinn Tamara Kalinic með Prada-tösku.
Hin mexíkóska Sira Pervida mætti með tösku frá Bottega Venta.
Fyrsætan og plötusnúðurinn Gala Gonzalez var glæsileg í rauðri dragt.